Íslensku konurnar enn með öll gullin

03.06.2015 18:58
Í gær vann íslenska kvennaliðið liðakeppnina og Dominiqua Alma Belániy stóð uppi sem sigurvegari í fjölþraut kvenna. Að loknum tveimur áhöldum í kvennakeppninni er Norma Dögg Róbertsdóttir komin með eitt gull í stökki og Dominiqua vann á tvíslá. Sigríður Bergþórsdóttir varð í öðru sæti á stökki en Tinna Óðinsdóttir sem einnig keppti í úrslitum á tvíslá féll í æfingum sínum og náði ekki verðlaunasæti.

Í karlaflokki lenti Valgarð Reinhadsson í öðru sæti á gólfi og var hársbreidd frá verðlaunum á bogahesti.

Ólafur Gunnarsson og Bjarki Ásgeirsson kepptu fyrir Íslands hönd á hringjum og höfnuðu þeir í 4. og 5. sæti, Ólafur einungis 0,100 stigum frá þriðja sætinu.
 
Síðari hluti úrslitanna hefst klukkan 18:55 en þá eru úrslit í gólfi og jafnvægisslá hjá konunum og á stökki, tvíslá og svifrá hjá körlunum. Eins og áður hefur komið fram er Ísland með tvo keppendur í úrslitum á öllum áhöldum.
 
Til baka