Þriðja keppnisdegi lokið

04.06.2015 23:09

Í sundi voru sett tvö Smáþjóðaleikamet annað af Laurent Carnol, Lúxemborg í 100m bringusundi karla  og svo setti Hrafnhildur Lúthersdóttir, Ísland bæði Smáþjóðaleikamet og Íslandsmet í 100m bringusundi kvenna. 

Hrafnhildur hefur þá náð Ólympíulágmörkum í tveimur greinum og sett þrjú Íslandsmet á leikunum.

Í strandblaki tapaði Ísland fyrir San Marínó í B riðli karla og er þar með úr leik.

Í strandblaki kvenna eru Ísland og Mónakó efst og jöfn með sex stig hvor þjóð en liðin mætast í síðasta leik keppninnar á laugardag og megum við þá eiga von á hörku keppni.

Í golfi halda Íslendingar enn forustu í öllum flokkum en strákunum okkar í blaki gekk ekki eins vel og töpuðu fyrir Mónakó. 

Körfuknattleiksfólkinu okkar gekk vel í dag og tryggðu bæði karla- og kvennalandsliðið sig inn í úrslit.

Íslensku keppendurnir letu heldur betur til sin taka í frjálsíþróttakeppninni í dag þegar þeir unnu til sjö gullverðlauna, annarra sjö silfurverðlauna og tveggja bronsverðlauna. Þórdís Eva Steinsdóttir sigraði sannfærandi í 400 m hlaupinu í dag, en hún er jafnframt yngsti sigurvegari dagsins, fædd árið 2000. Arnar Pétursson hljóp 3.000 m hindrunarhlaupið af mikili skynsemi og öryggi, þegar hann fór fram úr andstæðing sínum frá Kýpur á síðustu metrunum og sigraði á 9:22,16 mín. Sæmundur Ólafsson varð fjórði á nýju persónulegu meti 9:46,51 mín.
Hægt er að lesa meira um keppni dagsins á síðu Frjálsíþróttasambands Íslands

 

Helstu úrslit dagsins voru:

50m skriðsund kvenna
1. Julie MEYNEN 97 Luxembourg 25.72
2. Bryndis Run HANSEN 93 Iceland 25.95
3. Ingibjoerg Kristin JONSDOTTIR 93 Iceland 26.39

50m skriðsund karla
1. Julien HENX 95 Luxembourg 23.17
2. Andrew CHETCUTI 92 Malta 23.28
3. Alexander JOHANNESSON 92 Iceland 23.70
4. Agust JULIUSSON 89 Iceland 24.20
4. Matthew GALEA 96 Malta 24.20

100m bringusund kvenna
1. Hrafnhildur LUTHERSDOTTIR 91 Iceland 1:08.07 - Íslandsmet og mótsmet.
2. Johanna Gerda GUSTAFSDOTTIR90 Iceland 1:13.19
3. Theresa BANZER 96 Liechtenstein 1:13.52

100m bringusund karla
1. Laurent CARNOL 89 Luxembourg 1:01.24 - Nýtt mótsmet. Fyrra metið átti Jakob Jóhann Sveinsson sem var 1:02,60
2. Anton Sveinn MCKEE 93 Iceland 1:02.81
3. Andrea BOLOGNESI 93 Monaco 1:03.53
4. Christoph Martin MEIER 93 Liechtenstein 1:04.36
5. Viktor Mani VILBERGSSON 92 Iceland 1:05.85

200m skriðsund kvenna
1. Julia HASSLER 93 Liechtenstein 2:02.61
2. Monique OLIVIER 98 Luxembourg 2:02.75
3. Inga Elin CRYER 92 Iceland 2:05.40

200m skriðsund karla
1. Raphael STACCHIOTTI 92 Luxembourg 1:51.34
2. Jean-Francois SCHNEIDERS 90 Luxembourg 1:52.77
3. Sebastian KONNARIS 95 Cyprus 1:53.42
4. Daniel Hannes PALSSON95 Iceland 1:55.00
5. Kristofer SIGURDSSON 95 Iceland 1:55.34

4x100m fjórsund karla
1. Luxembourg 3:43.75 - Nýtt mótsmet. Gamla var 3:47,61
Jean-Francois SCHNEIDERS
Raphael STACCHIOTTI
Laurent CARNOL
Julien HENX

2. Iceland 3:49.01
Kolbeinn HRAFNKELSSON
Agust JULIUSSON
Anton Sveinn MCKEE
Alexander JOHANNESSON

3. Monaco 3:54.00
Andrea BOLOGNESI
Filippo NOVARA
Francois Xavier PAQUOT
Scott BOLE

Skotfimi:
Keppt var í 60 skota liggjandi riffli, enskum. Eric Lanza frá Mónakó fór með sigur af hólmi og náði 205 stigum í úrslitum.
Jón Þór Sigurðsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, varð annar aðeins einu og hálfu stigi á eftir Lanza og Guðmundur Helgi Christensen, Skotfélagi Reykjavíkur varð þriðji með 182,4 stig.

 

Strandblak:
Liechtenstein vann Lúxemborg í A riðli karla 2-0; 21-11 og 21-14
Andorra vann Kýpur í B riðli karla 2-0; 21-14 og 21-18.
Ísland tapaði fyrir San Marínó í B riðli karla 0-2 og er þar með úr leik.

Í kvennariðli vann Ísland Möltu 2-0  og Mónakó vann Kýpur 2-0. Liechtenstein fylgir í humátt með fimm stig og vann Lúxemborg 2-0 í dag.

Ísland og Mónakó eru því efst og jöfn með sex stig en liðin mætast í síðasta leik keppninnar á laugardag.

Golf:
Guðrún Brá Björgvinsdóttir heldur í forystunni í kvennaflokki og lék hringinn í dag á 71 höggi eða einu undir pari og hefur góða forystu í heildarkeppninni, er á 140 höggum eftir fyrstu tvo dagana.

Sophie Sandolo frá Mónakó er í öðru sæti en hún lék hringinn  á 73 höggum eða einu yfir pari og er því sex höggum á eftir Guðrúnu. Karen Guðnadóttir átti góðan dag og vann sig upp í þriðja sætið með því að leika á 73 höggum. Sunnu Víðisdóttur vegnaði hins vegar ekki jafn vel. Hún var í þriðja sæti eftir gærdaginn en fór hringinn í dag á sex yfir pari og féll við það í fjórða sætið.Þrettán högg skilja að fjórða og fimmta sætið.

Íslenska karlalandsliðið í golfi heldur sínu striki á Smáþjóðaleikunum
Kristján Þór Einarsson er efstur í einstaklingskeppninni á -5 en hann fór hringinn í dag á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Kristján er með þriggja högga forskot á Harald Franklín Magnús sem er í öðru sæti á -2. Andri Þór Björnsson deilir síðan þriðja sætinu með Maltverjanum Daniel Holland en þeir eru á pari.

Þegar keppnin er hálfnuð er Ísland með ellefu högga forskot í liðakeppninni,

Blak:
Lúxemborg vann sinn fyrsta leik í blaki kvenna á Smáþjóðaleikunum 2015 þegar liðið lagði Liechtenstein í oddahrinu í fyrsta blakleik dagsins. Leikurinn fór 3:2 (25-19) (24-26) (25-23) (23-25) (15:13)

Karlalið Lúxemborgar enn er taplaust eftir sigur á móti San Marínó í dag. Lið Lúxemborg lagði San Marínó 3:1 (25-23) (18-25) (25-14) (25-12)

Íslenska karlalandsliðið í blaki mætti Mónakó nú í kvöld. Bæði liðin töpuðu fyrstu leikjum sínum á mótinu. Íslendingar töpuðu á móti Lúxemborg í gær og Mónakó tapaði fyrir San Marínó. Íslendingarnir komu mun ákveðnari til leiks og náðu miklu forskoti með sterkum vörnum og sóknum og komust yfir 18-13. Mónakó átti þá góðan kafla í leiknum og jafnaði 19-19. Eitthvað hafa strákarnir okkar misst móðinn við það og Mónakó vann hrinuna 25-22. Íslensku strákarnir byrjuðu aðra hrinu líka betur og komust yfir 4-1. Hægt og bítandi nálguðust Mónakó menn þá og jöfnuðu loks í 9-9 og skriðu fram úr Íslendingunum. Hávörn íslenska liðsins var mjög góð í byrjun en þegar leið á leikinn fór allt niður á við. Mónakó menn unnu aðra hrinu 25-16. Lið Mónakó komu sterkara til leiks í þriðju hrinu og komust í 3-0 . Hrinan var nokkuð jöfn en með of mörgum mistökum íslenska liðsins fengu Mónakó menn ódýr stig og unnu hrinuna 25-22 og þar með leikinn 3-0.

Stigahæsti leikmaður íslenska liðsins var Fannar Grétarsson með 10 stig og Adrien Gueru skoraði 12 fyrir Mónakó.

Frjálsíþróttir

Úrslit má sjá hér

 

Körfuknattleikur
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik vann öruggan sigur á liði Mónakó í sínum öðrum leik á Smáþjóðaleikunum í dag, 81 – 55. Með sigrinum tryggðu stelpurnar sér í úrslit.

Stigahæst í liði Íslands var Helena Sverrisdóttir með 16 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Næstar komu Margrét Rósa Hálfdánardóttir með 14 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir með 11 stig og 6 fráköst.

Svartfellingar sigruðu lið Andorra fyrr í dag en lokatölur urðu 89:69 og var sigurinn raun aldrei í hættu hjá Svartfjallalandi. Þeir leiddu í hálfleik með 11 stigum.
Stigahæstur í liði Svartfellinga var Vladimir með 13 stig og 8 fráköst. Hjá liði Andorra var það Gulliem sem skoraði 17 stig og tók 5 fráköst.

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vann góðan sigur á Lúxemborg í kvöld 81-72. Næsti leikur liðsins er á laugardag en það stefnir í hreinan úrslitaleik á móti Svartfjallalandi.
Stigahæstir í liði Íslands voru Jakob Sigurðusson með 19 stig, 4 fráköst og 1 stoðsendingu. Þá skoraði Kristófer Acox 14 stig, var með 11 fráköst og 1 stoðsendingu.
Hjá Lúxemborg skoraði Denell 21 stig og var með 5 fráköst. Frank 16 stig, 12 fráköst og 3 stoðsendingar.

 

Borðtennis

Tvíliðaleikur kvenna

Í tvíliðaleik kvenna lentu þær Aldís Rún Lárusdóttir og Guðrún G. Björnsdóttir í B-riðli með Svartfjallalandi og Mónakó, sem lentu í öðru sæti í liðakeppninni í gær. Fyrsti leikurinn var við Svartfjallaland, þrátt fyrir góða baráttu þá töpuðu stelpurnar 3-0.
 
Seinni leikur dagsins var á móti sterku liði Mónakó. Þær áttu góðan leik og gáfu ekkert eftir í baráttunni. Það dugði þó ekki til að þessu sinni og urðu þær að sætta sig við 3-0 tap.
 
Lúxemborg vann A-riðil og Malta lenti í öðru.
 
Mónakó vann B-riðil og Svartfjallaland lenti í öðru.
 
Í undanúrslitum áttust við Lúxemborg og Svartfjallaland annars vegar og Malta og Mónakó hins vegar. Sterkt lið Lúxemborg var ekki í vandræðum með að vinna lið Svartfjallalands og unnu auðveldlega 3-0. Mónakó var heldur ekki í neinum vandræðum í sínum leik og vann Möltu nokkuð örugglega 3-0.
 
Úrslitaleikurinn var þá milli Lúxemborg og Mónakó, en þessi lið mættust í úrslitum í liðakeppninni. Hart var barist í leiknum og hefur sjaldan verið eins mikil gæði á úrslitaleik í tvíliðaleik kvenna á Íslandi. Stelpurnar frá Lúxemborg voru hreinlega betri í dag og unnu leikinn nokkuð örugglega 3-0.

Sarah De Nutte og Xia Lian Ni – Viktoria Lucenkova og Jessica Pace 11-2, 11-5, 11-5
Sarah De Nutte og Xia Lian Ni – Letizia Giardi og Chiara Morri 8-11, 11-4, 11-2, 11-1
Sonja Jankovic og Neda Milacic Bogdanovic – Guðrún G Björnsdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir 11-5, 11-7, 11-4
Sonja Jankovic og Neda Milacic Bogdanovic – Lauren Riley og Xiaoxin Yang 4-11, 7-11, 4-11
Lauren Riley og Xiaoxin Yang – Guðrún G Björnsdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir 11-5, 11-5, 11-2
Viktoria Lucenkova og Jessica Pace – Lauren Riley og Xiaoxin Yang 7-11, 4-11, 6-11
Letizia Giardi og Chiara Morri – Viktoria Lucenkova og Jessica Pace 5-11, 4-11, 9-11
Sarah De Nutte og Xia Lian Ni – Sonja Jankovic og Neda Milacic Bogdanovic 11-6, 11-5, 11-2
Sara De Nutte og Xia Lian Ni – Lauren Riley og Xiaoxin Yang 11-7, 12-10, 11-6

Tvíliðaleikur karla:

Í tvíliðaleik karla voru þeir Magnús K. Magnússon og Daði Freyr Guðmundsson í A-riðli með Svartfjallalandi, sem lenti í öðru sæti í liðakeppninni og Lúxemborg sem vann tvíliðaleik karla á síðustu Smáþjóðaleikum. Fyrsti leikurinn var við Svartfjallaland. Strákarnir spiluðu vel og voru flestar loturnar tæpar og var ekkert gefið eftir, leikurinn endaði með sigri Svartfjallalands 3-0.

Strákarnir spiluðu svo seinni leikinn í riðlinum við Lúxemborg. Að þessu sinni átti Ísland við ofurefli að etja, þrátt fyrir baráttu þá tapaðist leikurinn 3-0.

Svartfjallaland vann A-riðil og Lúxemborg lenti í öðru.

San Marínó vann B-riðil og Kýpur lenti í öðru.

Í öðrum undanúrslitaleiknum áttust við Svartfjallaland og Kýpur, en Kýpur kom á óvart með því að komast upp úr riðlinum. Þó voru Svartfellingar sterkari þrátt fyrir mikla baráttu hjá Kýpverjum og unnu Svartfellingar leikinn 3-0.

San Marínó keppti við Lúxemborg í hinum undanúrslitaleiknum. Lúxemborg þurfti nauðsynlega að vinna til að eiga möguleika á að verja titilinn frá því fyrir tveimur árum. San Marínó menn ætluðu sér ekki að gefa neitt eftir en Lúxemborgarar voru ákveðnari og unnu leikinn 3-1.

Þá mættust í úrslitum Svartfjallaland og Lúxemborg. Lúxemborgarar ætluðu sér að vinna leikinn og verja titilinn, en Svartfellingar ætluðu sér sigur eftir tapið í úrslitaleiknum í liðakeppninni. Það var jafnt á liðum og mikið af flottum stigum. Á endanum skilaði baráttan sér hjá Svartfellingunum og þeir sigruðu leikinn 3-1.

 

Luka Bakic og Irfan Cekic – Daði Freyr Guðmundsson og Magnús K Magnússon 11-4, 11-8, 13-11
Lorenzo Ragni og Marco Vannucci – Anthony Peretti og Damien Provost 11-7, 11-8, 11-7
Luka Bakic og Irfan Cekic – Eric Glod og Gilles Michely 11-9, 11-9, 5-11, 6-11, 11-8
Marios Yiangou og Yiangos Yiangou – Lorenzo Ragni og Marco Vannucci 11-9, 10-12, 11-7, 11-4
Anthony Peretti og Damien Provost – Ferran Diaz I Palahi og Palaiz Rodrigues Chalais 11-5, 11-3, 11-2
Eric Glod og Gilles Michely – Daði Freyr Guðmundsson og Magnús K Magnússon 11-3, 11-6, 11-3
Lorenzo Ragni og Marco Vannucci – Ferran Diaz I Palahi og Palaiz Rodrigues Chalais 11-6, 11-8, 11-4
Anthony Peretti og Damien Provos – Marios Yiangou og Yiangos Yiangou 11-8, 11-1, 10-12, 14-12
Luka Bakic og Irfan Cekic – Marios Yiangou og Yiangos Yiangou 11-4, 11-6, 16-14
Eric Glod og Gilles Michely – Lorenzo Ragni og Marco Vannucci 11-5, 5-11, 11-5, 11-4
Luka Bakic og Irfan Cekic – Eric Glod og Gilles Michely 11-9, 11-8, 5-11, 12-10

Tennis

Tvenndarleikur:
Í undanúrslitum unnu Mike Scheidweiler og Claudine Schaul (LUX) Ljubomir Celebic and Danka Kovinc (MNE) og Petros Chrysochos og Raluca Georgiana Serban (CYP) unnu gegn Vital Lecuh og Kathinka Von Deichmann (LIE) þau munu svo keppa til úrslita á morgun

Tvíliðaleikur kvenna:
Elénora Molinaro Simon og Claudine Schaul (LUX) unnu tvíliðaleik kvenna – en þær unn Elaine Goevese og Katrinu Sammu (MLT)

Tvíliðaleikur karla:
Guillaume Coullard og Tomas Oger (MON) munu keppa við Petros Chrysochos og Sergos Kyratxis (CYP) til úrslita á morgun föstudag

Einliðaleikur kvenna:
Til úrlista munu keppa Danka Kovic(MNE) og K. Von Deichmann (LIE) á morgun

Einliðaleikur karla:
Til undanúrslita munu keppa Ljubomir Celebic (MNE) og Ugo Nastasi (LUX) og svo Matthew Asciak (MLT) sem keppir við Laurtent Resouderc (AND)

Myndir með frétt

Til baka