Matur og drykkur
Hvar er mataraðstaðan? Matsalurinn er í veitingamiðstöðinni sem er staðsett í Skautahöllinni í Laugardal.
Fæ ég matartíma á minni vakt? Þinn matmálstími fer eftir hvaða tíma þú ert á vakt hverju sinni. Ef þú ert á vakt í fjórar klukkustundir og á matmálstíma þá getur þú fengið hádegis – eða kvöldverð.
Hver er tímasetning hádegisverða og hvar fer hann fram?
Hádegisverður fer fram í Skautahöllinni í Laugardal milli kl. 11:00-14:00.
Hver er tímasetning kvöldverða og hvar fer hann fram? Kvöldverður fer fram í Skautahöllinni í Laugardal milli kl. 18:00-21:00.
Hverju þarf ég að framvísa til að fá aðgengi í mat? Sjálfboðaliðar framvísa matarmiða til að komast í veitingasalinn. Matarmiða fá sjálfboðaliðar tímanlega.