Aðalfundur GSSE
25.11.2013 02:57

Patrick Hickey, forseti EOC, kom inn á aðalfundinn og þakkaði það góða starf sem á sér stað innan GSSE. Hann fullvissaði fundarmenn um að nýtt verkefni EOC, Evrópuleikarnir, muni á engan hátt hafa áhrif á framtíð Smáþjóðaleikanna. Fyrstu Evrópuleikarnir verða haldnir í Baku í Azerbaijan 12.-13. júní 2015.
Næstu Smáþjóðaleikar verða, eins og flestum er kunnugt, haldnir á Íslandi árið 2015. Leikarnir 2017 verða haldnir í San Marinó og leikarnir 2019 verða haldnir í Svartfjallalandi.