2013

15. Smáþjóðaleikarnir fóru fram í Lúxemborg árið 2013.
 
Keppendur frá Lúxemborg stóðu sig vel á heimavelli. Þeir unnu til samtals 106 verðlauna, þar af 36 gullverðlauna. Íslendingar náðu öðru sæti verðlaunalistans á ný, með 87 verðlaun samtals, þar af 28 gullverðlaun. Kýpverjar náðu einnig að vinna til 28 gullverðlauna, en samtals 69 verðlauna. 
 
Samtals voru veitt 124 gullverðlaun, 125 silfurverðlaun og 135 bronsverðlaun.