1991


4. Smáþjóðaleikarnir fóru fram í Andorra árið 1991. 

Íslendingar náðu aftur efsta sætinu á verðlaunatöflunni með því að vinna flest verðlaun í júdó og sundi. Íslendingar unnu samtals 64 verðlaun, þar af 27 gullverðlaun. 

Lúxemborg náði að sanna sig sem þriðja aflið á meðal smáþjóða, þar sem keppendur Lúxemborgar tvöfölduðu gullverðlaun sín og náðu öðru sæti verðlaunatöflunnar eins og í Mónakó 1987.

Kýpverjar urðu í þriðja sæti með 22 gullverðlaun.

 

Verðlaunatafla