Gullsamstarfsaðilar

Ljóst er að ekki væri mögulegt að halda Smáþjóðaleika hér á landi án stuðnings samstarfsaðila. ÍSÍ þakkar öllum Gullsamstarfsaðilum Smáþjóðaleika 2015 fyrir stuðninginn.

 

Advania er öflugasta upplýsingafyrirtæki Íslands og það níunda stærsta á Norðurlöndum með yfir 1000 starfsmenn á sínum snærum. Advania býður fjölbreyttar lausnir og þjónustu, sem svara kröfum og þörfum liðlega tíu þúsund viðskiptavina í atvinnulífinu. Lausnaframboðið spannar gjörvallt litróf upplýsingatækninnar og viðskiptavinir geta sótt þangað samþætta heildarþjónustu, allt á einn stað. Gildir þá einu hvort um er að ræða hugbúnað, vélbúnað, ráðgjöf eða rekstrarþjónustu. Þá má ekki gleyma gagnaverum Advania, en þau eru Thor Data Center í Hafnarfirði og Mjölni Reykjanesbæ. Advania er eitt örfárra fyrirtækja í þekkingariðnaði með starfsemi sem vottuð er samkvæmt alþjóðlegu gæða- og öryggisstöðlunum ISO 9001 og 27001

 

Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Askja hóf starfsemi 1. mars 2005 og er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz og Kia á Íslandi. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar. Askja er til húsa á Krókhálsi 11 í Reykjavík, en þar er meðal annars að finna fullkomin bílaverkstæði, varahlutaþjónustu og rúmgóðan og bjartan sýningarsal fyrir Mercedes-Benz fólks- og atvinnubifreiðar og Kia fólksbifreiðar.

 

 

Bílaleiga Akureyrar – Europcar er stærsta bílaleiga landsins með um 3300 bíla í reksti yfir sumartímann og 22 afgreiðslur á 18 stöðum hringinn í kringum landið. Bílafloti fyrirtækisins er bæði stór og fjölbreyttur og hefur fyrirtækið verið umsvifamesti kaupandi nýrra bíla á Íslandi undanfarin ár. Rík áhersla er lögð á gott úrval vel útbúinna bíla, allt frá litlum fólksbílum upp í stóra jeppa, 15 sæta smárútur, lúxusbíla og sendibíla af mörgum gerðum. Góð þjónusta og sveigjanleiki er aðalsmerki fyrirtækisins.

 

 

 

Bláa Lónið var valið eitt af 25 undrum veraldar af National Geographic. Það er einn vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim. Bláa Lónið leggur ríka áherslu á upplifun gesta sinna. Bláa Lónið er þekkt fyrir lækningamátt og virk hráefni, kísil, steinefni og þörunga. Í Lækningalind Bláa Lónsins er veitt meðferð við psoriasis. Blue Lagoon húðvörurnar á virkum efnum Bláa Lónsins og eru þær seldar út um allan heim í gegnum netverslun fyrirtækisins á www.bluelagoon.com

 

 

Eimskipafélag Íslands var stofnað þann 17. janúar árið 1914. Upphaflega var höfuðáhersla lögð á skipaflutninga til og frá landinu en í dag rekur Eimskip 53 starfsstöðvar í 19 löndum og er með 16 skip í rekstri. Félagið hefur á að skipa um 1400 starfsmönnum, þar af 800 á Íslandi. Um helmingur tekna félagsins kemur frá starfsemi utan Íslands. Stefna félagsins er að veita framúrskarandi flutningaþjónustu á Norður-Atlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka og öfluga þjónustu í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun.

 

 

Meginstarfsemi Icelandair Group er flug- og ferðaþjónusta og starfa öll félögin innan samstæðunnar á því sviði. Icelandair, Icelandair Cargo, Flugfélag Íslands og Loftleiðir sinna flugrekstri og tengdri starfsemi innan samstæðunnar á meðan Icelandair Hotels, Iceland Travel og Vita eru í ferðaþjónustu. Icelandair Ground Services og Fjárvakur eru þjónustufélög sem sinna samstæðunni auk þess að vinna fyrir aðra viðskiptavini.

 

 

Íslandsbanki er leiðandi fjármálafyrirtæki á Íslandi sem býður alhliða bankaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki með hagsmuni viðskiptavina og samfélagsins að leiðarljósi. Saga bankans spannar 140 ár af þjónustu við lykilatvinnuvegi þjóðarinnar, en á þessum tíma hefur bankinn byggt upp sérþekkingu á sviði sjávarútvegs, orku og þjónustu við olíu- og gasiðnað bæði innanlands og í Norður Atlandshafi. Íslandsbanki hefur á síðustu árum kortlagt hvaða þjónustuþættir viðskiptavinir bankans telja mikilvægasta og hafa viðamiklar ytri og innri þjónusturannsóknir verið framkvæmdar. Íslandsbanki var efstur banka á Íslandi í Íslensku Ánægjuvoginni árið 2014 auk þess sem bæði Euromoney og The Banker völdu hann besta bankann á Íslandi.

 

 

 Coca-Cola er stoltur styrktaraðili Smáþjóðaleikanna 2015 í Reykjavík.

 

  

 

Vodafone er alhliða fjarskiptafyrirtæki sem býður einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og opinberum aðilum alla meginþætti fjarskiptaþjónustu. Tugir þúsunda íslenskra heimila og yfir hundrað þúsund einstaklingar nýta sér þjónustu Vodafone, sem einnig þjónustar öll stærstu sveitarfélög landsins og mörg af stærstu fyrirtækjunum. Vodafone byggir þjónustu og vöruúrval að miklu leyti á samstarfi við Vodafone Group Plc, eitt stærsta og öflugasta farsímafélag í heimi.

 

 

„Hvernig sem viðrar“ er kjörorð ZO•ON við framleiðslu á útivistar-, skíða- og golffatnaði, sérhönnuðum fyrir íslenskar aðstæður. Við stöndum við loforð okkar um vandaðan útivistarfatnað. Þú getur notið útivistarinnar frjáls og áhyggjulaus því ZO•ON veitir þér vörn gegn veðrinu.