Sjálfboðaliði á Smáþjóðaleikum

Geta allir tekið þátt sem sjálfboðaliðar á Smáþjóðaleikunum? Það þarf að vera 18 ára eða eldri til að taka þátt sem sjálfboðaliði á Smáþjóðaleikunum.
 

Hvaða verkefni eru í boði fyrir sjálfboðaliða? Það eru verkefni í veitingamiðstöð, við setningar- og lokahátíð, við verðlaunaafhendingar, á þjónustuborði, í fjölmiðlaþjónustu, við samgöngur, á aðalskrifstofu og við íþróttagreinar. Einnig þarf sjálfboðaliða í undirbúningsvinnu í apríl og maí. Sjá nánar hér

 

Hvað þarf ég að vinna mikið? Að lágmarki hluta dags og allt upp í sex daga, sem eru allir mótsdagarnir. Við skráningu er hægt að velja milli þessarra möguleika: 1 dagur, 2 til 3 dagar, 4 til 5 dagar eða 6 dagar. 

 

Hver er vinnutíminn? Verkefni eru í gangi frá morgni til kvölds. Vinnutími er mismunandi eftir verkefnum.


Er einhver sérstök starfsmannaaðstaða þar sem ég get geymt dótið mitt? Það er engin sérstök starfsmannaðastaða til að geyma dót sjálfboðaliða. Slíkt er alfarið á ábyrgð sjálfboðaliða.

Ég þarf að boða forföll á starfsdegi, hvern get ég látið vita? Þú færð úthlutað tengilið (nafn og símanúmer) sem þú hringir í og lætur vita.


Hvernig er matarmálum háttað í vinnunni? Hver sjálfboðaliði fær hádegis– og kvöldverð ef vaktir eru á þeim tíma, en passað verður vel upp á það að enginn sé hungraður í starfi. Saddur sjálfboðaliði er góður sjálfboðaliði !

 

Fæ ég að vinna við það sem ég valdi mér? Tekið verður mið af þeim verkefnum sem þú valdir. Í mars verður haft samband við alla sjálfboðaliða og farið yfir tilllögu að verkefnum, dagsetningum og tímasetningum.