Um Smáþjóðaleika

Hvar fara Smáþjóðaleikarnir fram í sumar?

Smáþjóðaleikarnir fara fram í Reykjavík dagana 1. til 6. júní 2015. Sjá nánar hér 

 

Í hvaða íþróttagreinum er keppt? Keppni fer fram í ellefu íþróttagreinum. Þær eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, áhaldafimleikar og golf. Sjá nánar hér

 

Hvaða þjóðir keppa á Smáþjóðaleikunum? Það eru níu þjóðir sem keppa: Ísland, Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Malta, San Marínó, Lúxemborg, Mónakó og Svartfjallaland. Sjá nánar hér

 

Hver er skipuleggjandi Smáþjóðaleikanna? Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er skipuleggjandi Smáþjóðaleikanna í samstarfi við Reykjavíkurborg, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþróttabandalag Reykjavíkur. Einnig koma Gullsamstarfsaðilar að leikunum. 

 

Hvar finn ég nánari upplýsingar um Smáþjóðaleikana? Allar upplýsingar er að finna hér á heimsíðu Smáþjóðaleikanna.