Skotfimimeistarinn Ásgeir í viðtali
Ásgeir Sigurgeirsson - Skotfimi
Fæðingardagur: 02/09/1985 Hæð: 175 Aldur: 28
Helstu afrek ferilsins
- Íslandsmeistari í loftbyssu undanfarin 7 ár.
- Íslandsmeistari í fríbyssu undanfarin 5 ár.
- Íslandsmethafi í loftbyssu og fríbyssu.
- 14. sæti á Ólympíuleikunum 2012.
- 8. sæti á Evrópumeistaramóti 2013.
- 12. sæti á Evrópumeistaramóti 2014.
- 2. sæti á IWK í Þýskalandi.
- Gull á Smáþjóðaleikunum í Mónakó, Kýpur og Liechtenstein.
- Silfur á Smáþjóðaleikunum í Luxemborg.
Upphaf íþróttaferilsins:
Ég byrjaði að æfa skotfimi þegar að ég var á öðru ári í Kvennaskólanum. Pabbi er búinn að stunda sportið frá því að ég var krakki og tók mig með til að prufa. Ég byrjaði á því að fara einu sinni í viku en smátt og smátt fór æfingunum að fjölga, þá var ekki aftur snúið. Ég sé ekki eftir því.
Markmið:
Mitt helsta markið er að bæta mig eins og ég er búinn að vera gera undanfarin ár og hækka stöðu mína á heimslistanum. Mitt besta sæti á heimslista er nr.18.
Önnur áhugamál:
Tónlist. Ég þurfti að fórna tónlistarnámi fyrir íþróttina. Það var svolítið erfið ákvörðun en íþróttin hefur gefið mikið í staðinn.
Uppáhalds íþróttaminningin mín:
Ætli það sé ekki þegar ég fór í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Danmörku 2013. Með því varð ég fyrsti Íslendingurinn til að komast í úrslit á stórmóti í skotfimi og var eini maðurinn sem var ekki atvinnumaður. Það sýndi mér að ég get þetta alveg.
Uppáhalds íþróttaminningin:
Þó það hafi verið magnað að sjá handboltalandsliðið vinna silfur á Ólympíuleikunum 2008 og sjá Ásdísi Hjálms fara í úrslit á Ólymíuleikunum 2012 þá verð ég að vera pínu eigingjarn og segja að mín uppáhalds íþróttarminning sé frá Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein. Þangað fóru fimm skotíþróttamenn sem öllum tókst að koma sér í verðlaunasæti. Það var afskaplega gaman og gefandi fyrir mig að sjá svona mikla uppsveiflu í skotfimi og að það væru fleiri en einn að gera góða hluti. Nú bíð ég bara spenntur að sjá hvað framtíðin geymir.