Nýtt fréttabréf Smáþjóðaleikanna

19.06.2014 13:27

Nýtt fréttabréf Smáþjóðaleikanna hefur nú litið dagsins ljós en það er númer tvö í röðinni. Stefnt er á að gefa út fréttabréf á tveggja mánaða fresti næstu mánuði en síðan á mánaðarfresti fram að leikum. Innihald fréttabréfanna er fyrst og fremst til upplýsinga fyrir þátttökuþjóðirnar átta og því eru þau á ensku. Fréttabréfin verða einnig birt hér fyrir þá sem vilja vera vel upplýstir um gang mála.

Í nýjasta fréttabréfinu er farið yfir helstu verkefni skipuleggjenda leikanna frá því síðasta fréttabréf kom út. Forsetar og framkvæmdastjórar þeirra Ólympíunefnda sem taka þátt í leikunum komu saman til fundar í Reykjavík frá 16. - 17. maí, skoðuðu mannvirki og hótel ásamt því að kynna sér það helsta nú þegar að ár er í leikana. Einnig má sjá þær fimm myndir sem þegar hafa verið birtar í myndaröðinni "Náttúrulegur kraftur". Næstu tvær myndir verða birtar þegar að 300 dagar eru í leika. 

Hér geturðu kíkt á fréttabréfið:

 

Til baka