Logi Jes Kristjánsson er í hönnunarteyminu fyrir Smáþjóðaleikana 2015.

01.07.2014 16:27

 

Logi Jes Kristjánsson
         

Fæðingardagur: 21/04/1972         Starf: Grafískur hönnuður / Lögreglumaður         

Hlutverk fyrir GSSE: Hönnunarstjóri / Grafísk hönnun

 

Íþróttaferillinn minn

  • Fór á mína fyrstu sundæfingu 9 ára gamall, með bróður mínum, Þresti Agli. Prófaði ýmislegt, badminton, frjálsar, fimleika, fótbolta og fleira, en þegar ég var 13 ára fór ég eingöngu að æfa sund. Keppti síðast með landsliðinu í sundi á Smáþjóðaleikunum 1997 og fór þá að æfa sundhandknattleik í nokkur ár. Í dag þá er það glíma (brasilískt jiu jitsu) í Mjölni, hlaup, þrek og svo er tekin ein og ein sundæfing með :) 

 

Áhugamál:

Teikna.

 

Uppáhaldsíþróttaminningin mín:

Sterkasta minningin er sú þegar ég náði Ólympíu lágmarkinu í Mónakó 1996, fyrir leikana í Atlanta sama ár.

Uppáhaldsíþróttaminningin:

 

Þegar að bróðir minn var búinn að vinna “Vatnesbikarinn” (fimmþrautarkeppni lögreglumanna) í 10.sinn.

 


 

Til baka