Frjálsíþróttameistarinn Sveinbjörg í viðtali
Sveinbjörg Zophoníasdóttir - Frjálsíþróttir/Sjöþraut
Fæðingardagur: 27/04/1992 Hæð: 176 Aldur: 22Helstu afrek ferilsins
Tvöfaldur Norðurlandameistari í langstökki.
Tvöfaldur Norðurlandameistari í sjöþraut.
Annar besti árangur íslenskrar konu í sjöþraut.
Hef náð lágmörkum og keppt á stærstu unglingamótum í heimi, t.d.:
- 2009: Heimsmeistaramót U18.
- 2010: Heimsmeistaramót U20.
- 2011: Evrópumeistaramót U20.
- 2013: Evrópumeistaramót U22.
Upphaf íþróttaferilsins:
Þegar ég var um fimm ára prufaði ég frjálsar í fyrsta sinn, en fór ekki að æfa af krafti fyrr en um fermingu.
Markmið:
Að komast inn á helstu stórmótin í frjálsum, þ.á.m. Ólympíuleikana í RÍÓ 2016.
Önnur áhugamál:
Ferðast, innanlands sem utan. Er líka í fullu námi á veturna. Svo finnst mér gaman að hitta góða vini, borða góðan mat og slaka á.
Uppáhalds íþróttaminningin mín:
Þegar ég stökk í fyrsta sinn yfir 6 metra í langstökki í Ísrael árið 2010. Síðan var rosalega gaman að vinna Norðurlandameistaratitilinn núna í vor með mikilli bætingu í sjöþrautinni.
Uppáhalds íþróttaminningin:
Það var mjög gaman að fylgjast með Anítu ná í alla stóru titlana á síðasta ári, heims- og evrópumeistari, það var eftirminnilegt og maður fylltist stolti eins og alltaf þegar hún stígur á brautina.