200 dagar til stefnu

13.11.2014 09:00

Í dag eru 200 dagar þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Leikarnir munu fara fram dagana 1. til 6. júní 2015 í Reykjavík. Að því tilefni eru tvær nýjar myndir úr myndaröðinni „Náttúrulegur kraftur“ birtar til viðbótar við þær sjö sem nú þegar hafa verið birtar, ásamt persónulegum viðtölum við íþróttafólkið á myndunum. Viðtölin má sjá hér á heimasíðunni undir „Náttúrulegur kraftur“. Einnig verður hægt að fylgjast með íþróttafólkinu í gegnum samskiptamiðlana Facebook, Instagram og Twitter.

Myndirnar sem urðu fyrir valinu til birtingar þegar að 200 dagar eru til leika sýna Róbert Karl Hlöðversson blakmann spila blak við Dynjanda á Vestfjörðum og Kolfinnu Bergþóru Bjarnadóttur borðtenniskonu spila borðtennis á Fimmvörðuhálsi við hlið Eyjafjallajökuls. 

Síðustu tvær myndirnar úr myndaröðinni Náttúrulegur kraftur verða birtar þegar að 100 dagar eru í leika, ásamt umfjöllun um íþróttafólkið á myndunum. Mikil spenna ríkir fyrir myndunum, hverjir sitja fyrir og hvaða íslensku náttúrufyrirbæri ber fyrir sjónir, enda einstaklega fallegar myndir.

Facebook-síða leikanna er www.facebook.com/gsse2015

#GSSE2015    #Smáþjóðaleikarnir2015


Myndir með frétt

Til baka