Kylfingurinn Ólafur Loftsson í viðtali
Ólafur Björn Loftsson - Kylfingur
Fæðingardagur: 05/08/1987 Hæð: 179 Aldur: 27Helstu afrek ferilsins
Fyrstur Íslendinga til að spila í móti á PGA Tour.
Sigur á nokkrum sterkum áhugamannamótum.
Íslandsmeistari 2009.
Tífaldur klúbbmeistari Nesklúbbsins.
Upphaf íþróttaferilsins:
Foreldrarnir mínir spiluðu golf og sem krakki fór ég stundum með þeim út á golfvöll. Golfið hafði þó ávallt beðið lægri hlut fyrir öðrum íþróttum þangað til ég var 12 ára gamall. Þá fékk ég brennandi áhuga, æfði á hverjum degi og hef ekki staldrað við síðan.
Markmið:
Skipa mér sess meðal bestu kylfinga heims og öðlast þátttökurétt á evrópsku- eða bandarísku mótaröðinni í golfi.
Önnur áhugamál:
Aðrar íþróttir, ferðast um heiminn og skemmta mér með fjölskyldu og vinum.
Uppáhalds íþróttaminningin mín:
Þegar ég setti niður langt pútt á síðustu holu Íslandsmótsins í höggleik 2009. Það kom mér í umspil þar sem ég náði í minn fyrsta Íslandsmeistaratitil.
Uppáhalds íþróttaminningin:
Ætli það sé ekki bara sama minning og að ofan.