Fjórða fréttabréf Smáþjóðaleikanna

05.12.2014 14:39

Nýtt fréttabréf Smáþjóðaleikanna hefur nú litið dagsins ljós en það er númer fjögur í röðinni. Stefnt er á að gefa út fréttabréf á mánaðar fresti næstu mánuði. Innihald fréttabréfanna er fyrst og fremst til upplýsinga fyrir þátttökuþjóðirnar átta og því eru þau á ensku. Fréttabréfin verða einnig birt hér fyrir þá sem vilja vera vel upplýstir um gang mála.


Í nýjasta fréttabréfinu er farið yfir þrjú af þeim mannvirkjum sem notuð verða á Smáþjóðaleikunum, en í síðasta fréttabréfi var farið yfir fimm mannvirki í Laugardalnum, einnig er lukkudýr Smáþjóðaleikanna kynnt til leiks ásamt Gullsamstarfsaðilum leikanna.


Hér geturðu kíkt á fréttabréfið:

 

Til baka