Lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 leitar að nafni

02.02.2015 13:09
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna og leita til grunnskólabarna um hugmyndir. Um skemmtilegan leik er að ræða og vonandi sjá flestir skólar sér fært að taka þátt. 

Hér fyrir neðan eru helstu reglur keppninnar og saga lukkudýrsins. 

Reglur um nafnasamkeppni:
• Þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins.
• Hver bekkur kemur sér saman um eitt nafn.
• Tillögu um nafn ásamt rökstuðningi skal skilað með tölvupósti á info@iceland2015.is fyrir 5. febrúar þar sem fram kemur nafn bekkjar, skóla og ábyrgðarmanns.
• Tekið verður tillit til rökstuðnings með nafni – þ.e. af hverju á lukkudýrið að fá tiltekið nafn.
• Valnefnd skipuð fimm aðilum mun velja nafn á lukkudýrið úr innsendum tillögum. Ef margar tillögur koma inn með vinningsnafninu verður einn bekkur dreginn út og er sá vinningsbekkurinn.
• Laugardaginn 21. febrúar eru 100 dagar í leikana og þá verður nafn lukkudýrsins kynnt á blaðamannafundi ásamt sigurvegara nafnasamkeppninnar – dregið þann dag ef þarf.

Vinningur:

• Tölvubúnaður til skólans að verðmæti 100.000 krónur frá Advania.
• Eitt lukkudýr til eignar fyrir hvern nemanda í bekknum.
• Lukkudýrið kemur í heimsókn í skólann.
• Heiðurinn af því að eiga hugmyndina að nafni lukkudýrsins.

Hægt er að skoða myndband af því hvernig lukkudýrið varð til hér 

Nánari upplýsingar:
Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ
ragnhildur@isi.is
Sími 514-4015

Fésbókarsíða leikanna er Smáþjóðaleikar 2015.

Til baka