Annað fréttabréf Smáþjóðaleika
06.02.2015 09:06
Annað fréttabréf Smáþjóðaleikanna á íslensku er nú komið út. Það heitir "Fréttir, Smáþjóðaleikar 2015". Stefnt er á að gefa reglulega út fréttabréf á íslensku fram að leikum.
Í fréttabréfinu er farið yfir ýmis atriði sem tengjast leikunum og því sem gerst hefur frá því undirbúningur fyrir leikana hófst.
Hér má sjá fréttabréfið.
Gefin hafa verið út fjögur fréttabréf á ensku, sem heita einfaldlega "News" og þrjú fréttabréf á íslensku fyrir sjálfboðaliða, sem kallast "Smáfréttir". Innihald "News" er fyrst og fremst til upplýsinga fyrir þátttökuþjóðirnar átta og því eru þau á ensku. Innihald Smáfrétta er ætlað sjálfboðaliðum og verða gefin reglulega út fram að leikum, þeim til skemmtunar og upplýsinga.
Hér neðst á síðunni má sjá ensku útgáfuna.