Sjálfboðaliðar hefja störf

24.04.2015 14:11

Það er virkilega skemmtileg stemning í húsakynnum ÍSÍ í dag. Sjálfboðaliðar á Smáþjóðaleikunum 2015, sem áttu þess kost að mæta, eru komnir saman til þess að fara yfir verðlaunapeninga og aðstoða við fatamátun. Það má með sanni segja að hér ríki mikil gleði og liðsandi.

Nú þegar hafa nokkrir hópar sjálfboðaliða farið í grunnþjálfun. Í grunnþjálfun fara verkefnastjóri Smáþjóðaleika 2015, Óskar Örn Guðbrandsson og Brynja Guðjónsdóttir verkefnastjóri sjálfboðaliða yfir almennar upplýsingar um Smáþjóðaleika. 

Fram að Smáþjóðaleikum munu sjálfboðaliðar vinna að ýmsum undirbúningverkefnum, t.d. í tengslum við fatamátun, myndatöku, að raða gjöfum í gjafapoka ásamt ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum.

Upplýsingar um sjálfboðaliða Smáþjóðaleika má nálgast hér, en einnig er hægt að hafa samband við Brynju Guðjónsdóttur verkefnastjóra sjálfboðaliða á sjalfbodalidar@iceland2015.is eða í síma 514-4024 / 820-7188.

Myndir með frétt

Til baka