Blossi á íþróttaviðburðum
Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 hefur verið iðinn við að mæta á hina ýmsu íþróttaviðburði síðastliðnar vikur.
Blossi mætti á árlega boðsundskeppni grunnskólanna, sem fór fram í síðustu viku. Sundsamband Íslands hélt keppnina í Ásvallalaug í Hafnarfirði í góðu samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar.
Gífurleg stemning myndaðist í lauginni en ætla má að um 360 börn hafi mætt í laugina ásamt fylgdarfólki. Öll börnin fengu þátttökuverðlaun frá SSÍ að keppni lokinni. Vera Blossa í lauginni vakti athygli og fengu mörg þeirra mynd af sér með Blossa.
Meira um keppnina má sjá á heimasíðu Sundsambands Íslands hér
Blossi mætti einnig á Íslandsmeistaramót karla og kvenna í júdó sem haldið var í Laugardalshöllinni um helgina.
Meira um Íslandsmótið í júdó má sjá á heimasíðu Júdósamband Íslands hér