20 dagar til leika

12.05.2015 12:17

Í dag eru 20 dagar til Smáþjóðaleika. Að því tilefni var kynningarmyndband leikanna kynnt til sögunnar. Myndbandið má sjá hér

Einnig er hægt að sjá myndbandið á fésbókarsíðu Smáþjóðaleikanna 2015, bæði á íslensku og ensku.

Það er í mörg horn að líta þegar að tæpar þrjár vikur eru til leika. Mikið er um að vera í Íþróttamiðstöðinni þessa dagana, ekki einungis er starfsfólkið að undirbúa leikana heldur eru einnig sjálfboðaliðar mættir til að aðstoða á hverjum degi.

Mikil spenna ríkir fyrir þessum stóra og flotta viðburði og á næstu dögum mun Laugardalurinn fara að bera merki þess að Smáþjóðaleikarnir 2015 séu á næsta leyti.

 

 

Til baka