Olís einn af samstarfsaðilum Smáþjóðaleika 2015
12.05.2015 11:38
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands skrifaði í gær undir samstarfssamning við Olís um stuðning vegna Smáþjóðaleikanna 2015. Með samningi þessum er Olís komið í hóp samstarfsaðila leikanna.
Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís skrifuðu undir samninginn.
Á myndinni eru Líney og Jón Ólafur við undirritun samninga.