Strandblaksvöllurinn að verða tilbúinn

20.05.2015 10:20

Keppt verður í strandblaki á Smáþjóðaleikunum sem hefjast innan tveggja vikna. Keppni í strandblaki fer fram á nýjum velli við hlið Laugardalslaugar dagana, 2. - 6. júní. Síðastliðnar vikur hefur vinna við völlinn gengið vel og sérinnfluttur sandur verður settur á svæðið innan nokkurra daga. Blakfólk er virkilega spennt að sjá hvernig völlurinn kemur til með að líta út á þessu svæði, en vallarsvæðið dugar fyrir einn alþjóðalegan keppnisvöll. Eftir leikana verður völlurinn áfram í umsjón Reykjavíkurborgar og verða þá settir upp tveir vellir á svæðinu.

Búið er að leggja gríðarlegan metnað í landsliðsstarf Blaksambands Íslands undanfarin ár og því verður sennandi að fylgjast með íslensku blakfólki spreyta sig á móti hinum smáþjóðunum á leikunum.

 

Myndir með frétt

Til baka