Verðlaunapeningar Smáþjóðaleikanna 2015
20.05.2015 14:58
Á dögunum afhjúpaði Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, verðlaunapeninga Smáþjóðaleikanna 2015.
Verðlaunapeningar Smáþjóðaleikanna 2015 eru í formi merkis Smáþjóðaleikanna og eru gull, silfur og brons. Formin eru hörð og óregluleg eins og lagskipting náttúrunnar. Verðlaunapeningarnir eru veglegir og stílhreinir. Hver íþrótt hefur sinn einkennislit og því eru borðar verðlaunapeninganna í mismunandi litum.
Tæplega 800 íþróttamenn munu keppast um að vinna til verðlauna á leikunum og fá einn eða fleiri slíka um sinn háls. Spennandi verður að sjá hver fær ósk sína uppfyllta.