Í dag er ein vika til Smáþjóðaleika

25.05.2015 10:57

Í dag er ein vika þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Leikarnir munu standa frá 1. - 6. júní.

Í síðustu viku fyrir leika er að mörgu að huga. Á morgun verður hluti af þeim skiltum sem tilheyra leikunum settur upp í íþróttamannvirkjum. Fyrirtækið Áberandi hefur staðið vaktina í prentun á skiltunum og munu þeir fá hjálp sjálfboðaliða leikanna við að koma þeim upp. Þann 29. maí verður klárað að setja upp öll skilti í öllum íþróttamannvirkjum og fánum verður flaggað fyrir utan mannvirkin. Um tíu sjálfboðaliðar munu aðstoða við uppsetningu, ásamt hönnunarteymi leikanna. 

Smáþjóðaleikarnir verða auglýstir í borgarstöndum út um alla Reykjavíkurborg frá morgundeginum og út leika. Blossi auglýsir leikana í Kringlunni ásamt versluninni ZO-ON, sem kynnir golfíþróttina þessa vikuna. 

Nú er verið að leggja lokahönd á ýmis mál er varða verðlaunaafhendingar, fræðslu og kynningar fyrir skólakrakka í Laugardalnum, þátttakendalista, aðstöðu fyrir íslenska þátttakendur, sjálfboðaliðaverkefni og svo má lengi telja.

Fylgist með lokaundirbúningi á heimasíðu leikanna, fésbókarsíðu leikanna, Instagram og Twitter.

@isiiceland

#gsse2015 #blossi

Til baka