Fyrsti dagur Smáþjóðaleika
Sólin heilsar á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna. 1200 þátttakendur eru mættir í Laugardalinn til þess að kynnast svæðinu, þar á meðal 706 keppendur, sem hafa fengið daginn til þess að æfa sig fyrir keppnina.
Í kvöld kl.19:30 fer fram stórkostleg Setningarhátíð sem sýnt verður frá í beinni útsendingu á RÚV. Formleg dagskrá hefst kl.9 í fyrramálið þegar skotíþróttamenn hefja keppni í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni. Keppendur í sundi, borðtennis og tennis hefja keppni kl.10. Einnig er keppt í blaki, frjálsum, fimleikum, körfuknattleik og strandblaki á morgun. Hér má sjá dagskrá morgundagsins.
Frítt er inn á alla íþróttaviðburði og allir hvattir til þess að nýta sér þetta einstaka tækifæri til þess að koma og sjá heimsklassa íþróttamenn sýna hvað í þeim býr.