Ný móts- og Íslandsmet sett í sundi

02.06.2015 19:58

Þá er fyrsta keppnisdegi í sundi á Smáþjóðaleikunum lokið. Íslenskir keppendur stóðu sig vel í dag og mega vera stoltir. Sundlaugin var flott í morgun og allt skipulag og umgjörð til fyrirmyndar.

Sjónvarpsstöðin Hringbraut sá um beina útsendingu frá sundinu í dag.

Hér má sjá úrslit frá seinni hluta sundkeppninnar í dag:

Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í 1. sæti í 200m fjórsundi á nýju Íslands- og mótsmeti. Íslandsmet Hrafnhildar í 200m. fjórsundi er 2:13,83 mín. og er bæting á meti Eyglóar Óskar Gústafsdóttur frá 2012 sem var 2:14,87 mín. Það er bæting um 1,04sek. Hrafnhildur náði einnig lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. 

Eygló Ósk Gústafsdóttir varð í 1. sæti í 200m baksundi á tímanum 2:12,59 mín., sem er nýtt mótsmet.

Anton Sveinn McKee varð í 2. sæti í 200m fjórsundi á tímanum 2:04,54 mín. á nýju Íslandsmeti.

 

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð önnur í 200m baksundi á tímanum 2:19,11 mín.

Kristinn Þórarinsson varð þriðji í 200m baksundi á tímanum 2:08,92 mín.

Kolbeinn Hrafnkelsson varð fjórði í 200m baksundi á tímanum 2:10,42 mín.

Inga Elín Cryer varð í öðru sæti í 200m flugsundi á tímanum 2:19,39 mín.

Sunneva Dögg Friðriksdóttir varð í 5. sæti í 200m flugsundi á tímanum 2:27,56 mín.

Daníel Hannes Pálsson varð í 5. sæti í 200m flugsundi á tímanum 2:07,97 mín.

Sveinbjörn Pálmi Karlsson varð í 6. sæti í 200m flugsundi á tímanum 2:12,36 mín.

Bryndís Rún Hansen varð í 2. sæti í 100m skriðsundi á tímanum 56,12 sek.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir varð í 3. sæti í 100m skriðsundi á tímanum 58,13 sek.

Alexander Jóhannesson varð í 5. sæti í 100m skriðsundi á tímanum 52,60 sek.

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð í 2. sæti í 200m fjórsundi á 2:18,14 mín.

Kristinn Þórarinsson í 4. sæti í 200m fjórsundi á tímanum 2:07,87 mín.

Þar með er keppni lokið í Laugardalslaug í dag. Tvö Íslandsmet, tvö mótsmet og lágmarki náð á Ólympíuleika, eru flottur árangur hjá íslensku sundfólki.

 

Eftirtaldir sundmenn synda í undanrásum sem hefjast kl. 10:00 í fyrramálið 3. júní. og lýkur um 10:45.
Það eru átta fyrstu í undanrásum sem synda til úrslita. Úrslit verða synt kl. 17:30-19:25.

100m. baksund kvenna
Eygló Ósk Gústafsdóttir
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir

400m. skriðsund kvenna
Inga Elín Cryer
Sunneva Dögg Friðriksdóttir

400m skriðsund karla
Kristófer Sigurðsson
Birkir Snær Helgason

100m. flugsund kvenna
Bryndís Rún Hansen
Jóhanna Gerða Gústafsdóttir


 

Fésbókarsíða Sundsambandsins er "Sundsamband"

Á morgun, 3. júní, hefjast undanrásir kl. 10 og úrslit kl. 17:30.

Tengiliður Sundsambands Íslands er Magnús Tryggvason, 8983067, maggitryggva@gmail.com

Myndir með frétt

Til baka