Skorað á áhorfendur að mæta í rauðu
02.06.2015 19:04
Kvennalandslið Íslands í blaki hefur leik í kvöld þegar liðið mætir Liechtenstein. Blakkeppnin hófst með leik San Marínó og Svartfjallalands.
Íslenska liðið stefnir hátt í ár en undirbúningur leikanna hefur staðið í eitt og hálft ár. Liðið hefur tvisvar komist á verðlaunapall, fyrst á leikunum á Íslandi árið 1997 þegar það vann silfur og aftur árið 2009 á Kýpur þar sem það fékk brons.
Liðið leikur í rauðu í kvöld og því eru áhorfendur hvattir til að lita áhorfendapallana rauða með því að mæta í stíl.
Keppnin fer fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sem hefur verið útbúin sem blakhöll. Þar hefur verið lagður sérstakur blakdúkur og komið upp sætum fyrir 420 áhorfendur.
Til bakaLiðið leikur í rauðu í kvöld og því eru áhorfendur hvattir til að lita áhorfendapallana rauða með því að mæta í stíl.
Keppnin fer fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sem hefur verið útbúin sem blakhöll. Þar hefur verið lagður sérstakur blakdúkur og komið upp sætum fyrir 420 áhorfendur.