Svartfellingar unnu 3-0 í blaki kvenna

02.06.2015 20:02
Fyrsti leikur í blaki á Smáþjóðaleikunum var leikur Svartfjallalands og San Marínó í kvennaflokki í dag. Svartfjallaland sendir nú í fyrsta skipti í ár lið til í keppni í blaki kvenna og unnu nýliðarnir nokkuð öruggan sigur 3-0. Hrinurnar enduðu 25-17, 21-25 og 25-14. Lið Svartfjallalands er gríðarlega sterkt enda keppa margir leikmenn liðsins í öflugum deildum í Frakklandi, Serbíu og Póllandi. Lið San Marínó átti ágætis kafla en réði lítið við sterkan sóknarleik nýliðanna.

Næsti blakleikur hefst kl.20:30 þegar kvennalandslið Íslands mætir Liechtenstein.


Tengiliður Blaksambandsins er Sunna Þrastardóttir, 626-7042, sunnath86@hotmail.com

Myndir með frétt

Til baka