Úrslit kunn í loftriffli karla

02.06.2015 13:56
Keppni er lokið í loftriffli karla en það var Liechtenstein sem hreppti tvö efstu sætin. 
 
Marc-Andre Reinhard Kessler sigraði eftir harða keppni við landa sinn Michael Mattle í lokakeppninni. Kesler skoraði 198,8 stig en Mattle 197,9  Í þriðja sæti varð William Vella frá Möltu með 174.2 stig
Theodór Kjartansson Skotdeild Keflavíkur, stóð sig mjög vel í lokakeppninni og náði 5. sæti.
 
Til baka