Annar keppnisdagur Smáþjóðaleika 2015
Annar keppnisdagur hefst kl.9 þegar að skotíþróttafólk hefur keppni í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni og kylfingar hefja leik á Korpúlfsstaðavelli. Þetta er jafnframt fyrsti keppnidagur kylfinga.
Undanrásir í sundi hefjast kl.10 í Laugardalslaug og úrslit kl.17:30.
Tenniskeppni hefst kl.10 í Tennishöll Kópavogs og stendur yfir til kl.18.
Margir leikir verða leiknir í strandblaki í dag, frá kl.12. Síðasti leikurinn er Ísland á móti Kýpur í kvennaflokki og hefst hann kl.17:30.
Síðari dagur fimleikakeppni hefst kl.16 í Íþróttamiðstöð Ármanns/Laugabóli.
Borðtenniskepni hefst kl.13 í TBR húsinu.
Blakkeppni hefst kl.13 í frjálsíþróttahöll Laugardalshallar, en leiknir verða fjórir leikir í dag.
Nánari dagskrá má sjá á heimasíðunni
#gsse2015 #blossi