Ísland burstaði Andorra
03.06.2015 22:47

Logi Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig en vert er að minnast á framlag Ægis Þórs Steinarssonar sem skoraði sjö stig, gaf átta stoðsendingar og hirti fjögur fráköst. Hjá Andorra var Cinto Gabriel Morilla stigahæstur með tólf stig.
Strákarnir spila gegn Lúxemborg klukkan 19:30 annað kvöld en stelpurnar eru í leiknum á undan, gegn Svartfjallalandi klukkan 17:00.