Íslendingar með 54 verðlaun eftir annan dag keppni

03.06.2015 23:34

Íslendingar eru efstir á verðlaunatöflunni eftir annan daginn í keppni á meðal smáþjóðanna níu. Ísland hefur tryggt sér 54 verðlaun, þar af 15 gull, 21 silfur og 18 brons. Lúxemborg hefur tryggt sér 32 verðlaun þar af 14 gull, 6 silfur og 12 brons. Kýpur er í þriðja sæti með 11 gull, 7 silfur og 5 brons. 

Bundnar eru vonir við að Íslendingar nái aftur toppsæti allra-tíma verðlaunatöflunnar eftir leikana, en Kýpur eru efstir eins og staðan er í dag með samtals 1107 verðlaun, en Ísland 1083.

Ísland og Kýpur eru hins vegar með jafnmörg gullverðlaun, þ.e. 429.

Sögu leikanna og allra-tíma verðlaunataflan eru á heimasíðu leikanna

 
Til baka