Íslenskur sigur í hörkuleik
03.06.2015 20:27
Íslenska kvennalandsliðið lagði San Marínó 3:1 í hörkuleik í kvöld. Þótt jafnt væri á flestum tölum var íslenska liðið þó alla jafna með yfirhöndina. Þannig var sagan í fyrstu hrinu sem Ísland leiddi allan tíman og vann 20-25. Íslenska liðið var einnig með forskot í annarri hrinu 19-21 en San Marínó hrökk þá í gang og vann hana í upphækkun, 27-25.
Íslenska liðið lærði af þessum mistökum og vann þriðju hrinu örugglega 22-25. Fjórða hrina spilaðist svipað en í stöðunni 16-20 tók Ísland góða rispu þar sem mótherjarnir réðu engan vegin við uppgjafir Hafdísar Eiríksdóttur og þær breyttu stöðunni í 16-24.
San Marínó náði að klóra í bakkann en það skipti engu, Íslands vann hrinuna 17-25.
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 23 stig en Samanta Giardi skoraði 17 fyrir San Marínó.
Ísland mætir Svartfjallalandi klukkan 18:00 annað kvöld í dýrmætum leik en bæði lið hafa unnið báða leiki sína til þessa.
Til bakaÍslenska liðið lærði af þessum mistökum og vann þriðju hrinu örugglega 22-25. Fjórða hrina spilaðist svipað en í stöðunni 16-20 tók Ísland góða rispu þar sem mótherjarnir réðu engan vegin við uppgjafir Hafdísar Eiríksdóttur og þær breyttu stöðunni í 16-24.
San Marínó náði að klóra í bakkann en það skipti engu, Íslands vann hrinuna 17-25.
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 23 stig en Samanta Giardi skoraði 17 fyrir San Marínó.
Ísland mætir Svartfjallalandi klukkan 18:00 annað kvöld í dýrmætum leik en bæði lið hafa unnið báða leiki sína til þessa.