Keppni í blaki heldur áfram

03.06.2015 15:30

Fyrsti leikur blakkeppninnar í dag var leikur San Marínó og Mónakó í karlaflokki. Lið Mónakó kom sterkara til leiks og var yfir í stöðunni 22-17. Þá tók þjálfari liðs San Marínó leikhlé sem virkaði vel því liðið náði að jafna í stöðunni 23-23. Hrinan fór í framlengingu og fyrirliði San Marínó liðsins tryggði liðinu sigur eftir glæsilegan ás úr uppgjöf.

Önnur hrina byrjaði svipað og fyrsta og komst Mónakó liðið í 4-1. Hrinan var nokkuð jöfn þangað til að San Marínó liðið náði nokkrum góðum stigum í röð og komst í 18-15. Mónakó liðið var ósátt við dómgæslu og fékk bæði gult og rautt spjald. San Marínó liðið vann hrinuna 25-21.

San Marínó liðið byrjaði þriðju hrinu vel og komst í 5-1 og hélt forskoti lengi vel. Mónakó liðið náði yfirhöndinni í lokin og kláraði hrinuna 25-20.

Fjórða og síðasta hrinan var gífurlega spennandi. San Marínó liðið virtist ætla að taka hana auðveldlega og komst í 18-12. Mónakó liðið var ekki hætt og jafnaði í 24-24. Þá tók San Marínó liðið sig til og kláraði hrinuna og þar með leikinn 3-1.

Næstu blakleikir eru:

Svartfjallaland á móti Lúxemborg í kvennaflokki, sem stendur frá kl.15:30-17:30.

18:00 Ísland - San Marínó (kvk)
20:30 Ísland - Lúxemborg (kk)

Tengiliður - Sunna Þrastardóttir, 865-4012, sunnath86@hotmail.com

Til baka