Keppni í golfi hefst í dag kl.9

03.06.2015 08:41
Keppni í golfi hefst í dag. Keppt er á Korpúlfsstaðarvelli þar sem Sjórinn og Áin verða leikin, líkt og á Íslandsmótinu árið 2013. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í golfi á Smáþjóðaleikunum. Fyrstu keppendurnir fara af stað kl. 9  og verða 72 holur leiknar á næstu fjórum dögum. Keppt er í einstaklings og liðakeppni og telja tvö bestu skorin í liðakeppninni í hverri umferð.

Landslið Íslands er þannig skipað: Kristján Þór Einarsson (GM), Haraldur Franklín Magnús (GR), Andri Þór Björnsson (GR), Sunna Víðisdóttir (GR), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) og Karen Guðnadóttir (GS).

Skor keppenda verður uppfært á þriggja holu fresti og er hægt að fylgjast með með því að smella á hlekkina í frétt á www.golf.is 
 

Myndir með frétt

Til baka