Lúxemborg skellti í lás gegn Möltu
03.06.2015 18:49
Lúxemborg átti ekki í teljandi vandræðum með Möltu á öðrum degi körfuknattleikskeppni kvenna á Smáþjóðaleikunum en leiknum lauk 64-42. Lúxemborg gaf tóninn strax með því að skora fyrstu níu stig leiksins. Möltustelpur svöruðu fyrir sig og komust augnablik yfir í öðrum leikhluta, 21-22. Sú forysta entist ekki nema í eina sókn og tímann fram að hálfleik notaði Lúxemborg til að byggja upp 35-24 forskot.
Eftir það leit liðið aldrei um öxl og Möltu tókst aðeins að skora fimm stig í þriðja leikhluta. Forysta Lúxemborgar var aldrei í hættu í fjórða leikhluta og liðið gat leyft sér að slaka aðeins á síðustu sekúndurnar.
Cathy Schmidt var stigahæst í liði Lúxemborgar með 19 stig. Hjá Möltu skoruðu þær Ashley Vella og Nicola Hendreck sjö stig hvor auk þess sem Vella hirti sjö fráköst.
Til bakaEftir það leit liðið aldrei um öxl og Möltu tókst aðeins að skora fimm stig í þriðja leikhluta. Forysta Lúxemborgar var aldrei í hættu í fjórða leikhluta og liðið gat leyft sér að slaka aðeins á síðustu sekúndurnar.
Cathy Schmidt var stigahæst í liði Lúxemborgar með 19 stig. Hjá Möltu skoruðu þær Ashley Vella og Nicola Hendreck sjö stig hvor auk þess sem Vella hirti sjö fráköst.