Miklir yfirburðir Svartfellinga

03.06.2015 18:15

Blakkeppni heldur áfram. Annar leikurinn í blakinu í dag var leikur Svartfjallalands og Lúxemborgar í kvennaflokki. Þetta var fyrsti leikur Lúxemborgar í keppninni, en Svartfjallaland vann í gær á móti San Marínó nokkuð örugglega.

Leikurinn í dag fór á þá leið að fyrsta hrina endaði 25:14 fyrir Svartfellinga. Í annarri hrinu náði lið Lúxemborgar að jafna í 7:7 en þá tóku Svartfellingar fram úr þeim, litu ekki til baka og unnu hrinuna 25:16. Svartfellingar tryggðu sér sigur með því að vinna þriðju og síðustu hrinuna 25:14.

Nú stendur yfir leikur íslenska kvennaliðsin gegn San Marínó en hann hófst klukkan 18:00
Klukkan 20:30 hefst leikur Íslands og Lúxemborgar hjá körlunum.





Til baka