Staðan eftir fyrsta golfhring
Keppni í golfi hófst í morgun kl.9. Keppnin fer fram á Korpúlfsstaðarvelli. Keppt er í einstaklings- og liðakeppni. Tvö bestu skorin á hverjum hring telja hjá hverju liði í liðakeppninni.
Karlalandslið Íslands hefur lokið fyrsta degi og eru þeir efstir í liðakeppninni eftir fyrsta hring. Þeir Kristján Þór Einarsson og Haraldur Franklín Magnús eru efstir í einstaklingskeppninni, en þeir fóru báðir hringinn á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Kevin Esteve Rigaill frá Andorra er í þriðja sæti á 71 höggi. Andri Þór Björnsson er fjórði á 72 höggum eða einu höggi yfir pari.
Kvennalið Íslands var í þann mund að klára fyrsta hring og eru þær efstar í liðakeppninni eftir fyrsta hring. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er efst í einstaklingskeppni, en hún fór hringinn á 69 höggum eða þremur undir pari. Í öðru sæti er Sophie Santolo frá Mónakó, á 73 höggum, eða einu yfir pari. Sunna Víðisdóttir er þriðja á 74 höggum og Karen Guðnadóttir er í fjórða til fimmta sæti ásamt Maria Creus Ribas frá Andorra á 77 höggum.
Kvennaliðið er á samtals 143 höggum eða -1 og er með 10 högga forskot á Mónakó.Karlaliðið er á samtals 136 höggum eða -6 og er einnig með 10 högga forskot en Malta er í öðru sæti og Andorra í því þriðja.