Hrafnhildur náði sögulegum árangri í dag

03.06.2015 20:59

Alls hefur íslenskt sundfólk unnið til 21 verðlauna að loknum tveim keppnisdögum af fjórum. Það eru 7 gull, 8 silfur og 6 brons.
 

Hrafnhildur Lúthersdóttir náði þeim einstaka árangri að vinna í dag sitt fimmta gull á Smáþjóðaleikunum 2015, þegar hún vann í 200m. bringusundi. Þetta hefur engin annar sundmaður leikið eftir á Smáþjóðaleikum. Hrafnhildur bætti sitt eigið Íslandsmet um 1,72sek. Metið er nú 2:25,39sek. Gamla metið var 2:27,11mín. sem hún setti í mars 2012. Hrafnhildur náði einnig A lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó með þessum árangri.

Í skriðsundi kvenna varð sveit Íslands í 1. sæti í 4x200m. á 8:20,96mín., sem er Landssveitarmet, nýtt mótsmet og bæting á gamla metinu frá síðustu Smáþjóðaleikum um 4,28sek.

Sveitina skipuðu:
Bryndís Rún Hansen 2:03,84mín.
Inga Elín Cryer 2:06,43mín.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir 2:06,32mín.
Jóhanna Gerða Gústafsdóttir 2:04,41mín.


Sveit Íslands varð í 2. sæti í 4x200m skriðsundi karla á 7:41,54 mín., aðeins 0,42sek frá Landssveitarmetinu sem er frá Smáþjóðaleikum 2007.

Sveitina skipuðu:
Kristófer Sigurðsson 1:56,02mín.
Daníel Hannes Pálsson 1:55,34mín.
Kristinn Þórarinsson 1:55,23mín.
Anton Sveinn Mckee 1:54,95mín.

  

Í 100m. flugsundi kvenna stóðu Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og Bryndís Rún Hansen sig vel, en báðar bættu þær sinn tíma. Jóhann setti nýtt mótsmet.
1. sæti Jóhanna Gerða Gústafsdóttir - 1:00,91mín. - Bæting 2,01sek. frá síðustu Smáþjóðaleikum.
2 . sæti Bryndís Rún Hansen - 1:01,10min. Bæting um 1,03sek. síðan á ÍM 50 í apríl.

 

Eftirtaldir sundmenn synda í undanrásum sem hefjast kl. 10:00 í fyrramálið 4. júní. og lýkur um 10:30. Það eru átta fyrstu sem synda til úrslita.

50m. skriðsund kvenna
Bryndís Rún Hansen
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir

200m. skriðsund kvenna
Eygló Ósk Gústafsdóttir
Inga Elín Cryer

200m. skriðsund karla
Kristófer Sigurðsson
Daníel Hannes Pálsson

 

Til baka