Úrslit undanrása í sundi í dag

03.06.2015 14:55

Annar dagur á Smáþjóðaleikunum er nú hálfnaður og undanrásir í sundgreinum búnar.

Fyrst er rétt að nefna það að Hrafnhildur Lúthersdóttir náði A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Río 2016 í 200m fjórsundi í gær með tímann 2:13,83 en lágmarkið er 2:14,26.

Samantekt eftir undanrásirnar í  morgun.

100m. baksund kvenna

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir 1:04,98 mín.
Eygló Ósk Gústafsdóttir 1:05,47 mín.

400m skriðsund kvenna

Sunneva Dögg Friðriksdóttir 4:29,08 mín.
Inga Elín Cryer 4:30,4 mín.


400m skriðsund karla

Kristófer Sigurðsson 4:12,72 mín.
Birkir Snær Helgason 4:19,11 mín.

100m flugsund kvenna

Bryndís Rún Hansen 1:03,03 mín.
Jóhanna Gerða Gústafsdóttir 1:03,75 mín.

Úrslit hefjast 17:30 í dag og standa til 19:30.

Til baka