Breyting á tímasetningu júdókeppninnar á morgun.

04.06.2015 18:01

Eftir tæknifund í dag var ákveðið að færa tímasetningu júdókeppninnar á morgun (5. júní) til kl. 14:00 en það átti að hefjast kl.12. Aðrir viðburðir s.s. úrslitakeppnin og Sveitakeppni á laugardag haldast óbreyttir.

Dagskráin er þessi:
Einstaklingskeppni í júdó hefst á morgun 5. júní kl. 14:00 til 17:30 og úrslitaviðureignir eru frá kl. 18:00 til 20:00 sama dag.
Sveitakeppnin hefst svo laugardaginn 6. júní kl. 12:00 – 14:30. Úrslitakeppnin í sveitakeppni verður svo milli kl. 15:00 og 16:00 sama dag.

Til baka