Guðrún áfram efst í golfinu
Guðrún Brá Björgvinsdóttir heldur forystunni í kvennaflokki í golfi, en keppni þar var að ljúka á Korpuvelli.
Guðrún Brá lék hringinn í dag á 71 höggi eða einu undir pari og hefur góða forystu í heildarkeppninni, er á 140 höggum eftir fyrstu tvo dagana.
Sophie Sandolo frá Mónakó er í öðru sæti en hún lék hringinn í dag á 73 höggum eða einu yfir pari, líkt og í gær og er því sex höggum á eftir Guðrúnu í heildarkeppninni.
Karen Guðnadóttir átti góðan dag og vann sig upp í þriðja sætið með því að leika á 73 höggum. Sunnu Víðisdóttur vegnaði hins vegar ekki jafn vel. Hún var í þriðja sæti eftir gærdaginn en fór hringinn í dag á sex yfir pari og féll við það í fjórða sætið.
Þessir fjórir kylfingar eru í sérflokki en þrettán högg skilja að fjórða og fimmta sætið.