Hvar er Blossi?

04.06.2015 15:33

Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleika 2015, verður í Laugardalshöll í dag frá kl. 17:30-18:30. Hann mun láta sjá sig í Aðalþjónustumiðstöðinni frjálsíþróttahallarmegin en einnig kíkja á blakleik í frjálsíþróttahöllinni. Íslenska kvennalandsliðið í blaki keppir þá við Svartfjallaland, en leikurinn hefst kl.18.

 

Á morgun, föstudag, verður Blossi frá kl.10:30 á Eldstæði Smáþjóðaleikanna, hann kíkir síðan við í júdókeppninni í Laugabóli á milli 12 og 12:30. Hann verður mættur í Laugardalshöll kl.14, en kíkir síðan á  borðtenniskeppnina í TBR húsinu kl.15 og síðan í Tennishöllina í Kópavogi.

 

Á laugardaginn mætir Blossi á Korpúlfsstaði kl.13:30, kíkir á frjálsíþróttakeppnina kl.14:00, á Ísland á móti Svartfjallalandi í körfuknattleik karla kl.16:00 og síðan á lokahátíðina í Fjölskyldugarðinum um kvöldið.

 

Blossi elskar myndatökur og vill gjarnan fá að vera á myndum með öllum sem það vilja. Endilega merkið myndirnar #blossi #gsse2015.

Til baka