Íslenska karlalandsliðið með ellefu högga forskot
04.06.2015 16:06
Íslenska karlalandsliðið í golfi heldur sínu striki á Smáþjóðaleikunum en annar keppnisdagur af alls fjórum fór fram í dag. Leikið er á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur / Sjórinn og Áin.
Kristján Þór Einarsson er efstur í einstaklingskeppninni á -5 en hann fór hringinn í dag á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Kristján fór vel af stað og fékk fjóra fugla á fyrri 9 holunum. Kristján er með þriggja högga forskot á Harald Franklín Magnús sem er í öðru sæti á -2. Andri Þór Björnsson deilir síðan þriðja sætinu með Maltverjanum Daniel Holland en þeir eru á pari.
Þegar keppnin er hálfnuð er Ísland með ellefu högga forskot í liðakeppninni, en þar telja tvö bestu skori liðs í hverri umferð.
Til bakaKristján Þór Einarsson er efstur í einstaklingskeppninni á -5 en hann fór hringinn í dag á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Kristján fór vel af stað og fékk fjóra fugla á fyrri 9 holunum. Kristján er með þriggja högga forskot á Harald Franklín Magnús sem er í öðru sæti á -2. Andri Þór Björnsson deilir síðan þriðja sætinu með Maltverjanum Daniel Holland en þeir eru á pari.
Þegar keppnin er hálfnuð er Ísland með ellefu högga forskot í liðakeppninni, en þar telja tvö bestu skori liðs í hverri umferð.