Lúxemborg með yfirburði gegn San Marínó í blakinu

04.06.2015 18:00

Karlalið Lúxemborgar er taplaust eftir sigur á móti San Marínó í dag.

San Marínó byrjaði leikinn betur og komst í 9-3. Liðið frá Lúxemborg hrökk þá í gang og vann fyrstu hrinuna 25-23 eftir æsispennandi lokakafla. San Marínó var yfir mest alla aðra hrinu og kláraði hana 25-18. Í þriðju og fjórðu hrinu átti lið San Marínó ekki séns og Lúxemborg vann 25-14 og 25-12. Lúxemborg spilaði hörkuleik við Íslendinga í gær sem þeir unnu og hafa þá unnið báða sína leiki. San Marínó vann Mónakó í gær og hefur því unnið einn og tapað einum leik.

Íslenska kvennalandsliðið mætir Svartfellingum upp úr 18:30. Leikurinn var settur 18:00, en seinkar vegna langra leikja fyrr í dag. Karlalandsliðið mætir Mónakó að honum loknum.


Tengiliður Blaksamband Íslands er Sunna Þrastardóttir, 865-4012, sunnath86@hotmail.com

Myndir með frétt

Til baka