Þriðji keppnisdagur
Þriðji keppnisdagur Smáþjóðaleika hefst kl.9 í bæði golfkeppni á Korpu og skotíþróttakeppni. Nú fer skotíþróttakeppnin fram á skotsvæði í Álfsnesi, en fyrstu tvo dagana var keppt í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni.
Íslenskir kylfingar leiða bæði einstaklings- og liðakeppni og því verður spennandi að sjá hvort að þeim takist að halda toppsætinu í dag.
Undanrásir í sundi hefjast kl.10 í Laugardalslaug og úrslit kl.17.30.
Keppni í borðtennis fer fram í TBR húsinu frá kl.10 til 20, með hléum.
Tenniskeppni fer fram í Tennishöll Kópavogs og hefst kl.10.
Blakkeppnin hefur verið spennandi, en blakarar hefja kepni kl.13 í Laugardalshöll. Íslensku konurnar keppa við Svartfjallaland kl.18 og íslensku karlarnir við Mónakó kl.20.30.
Strandblakið hefst kl.12 við hið Laugardalslaugar og stendur til kl.18.30. Í strandblaki fara fram sex leikir.
Frjálsíþróttafólk hefur keppni kl.16 á Laugardalsvelli.
Körfuknattleikskeppni fer fram í Laugardalshöll og hefst kl.14.30 á leik Svartfjallalands og Andorra hjá körlunum, en íslensku konurnar leika við Mónakó kl.17 og karlarnir við Lúxemborg kl.19.30.
Keppni í fimleikum er lokið. Júdókeppni hefst á morgun kl.12.
Nánari dagskrá má sjá hér á heimasíðunni