Tvenn verðlaun til Íslendinga í riffilkeppni
04.06.2015 13:13
Jón Þór Sigurðsson og Guðmundur Helgi Christensen fengu silfur- og bronsverðlaun í riffilkeppni sem fram fór á skotsvæðinu í Álfsnesi í morgun.
Keppt var í 60 skota liggjandi riffli, enskum. Eric Lanza frá Mónakó fór með sigur af hólmi og náði 205 stigum í úrslitum.
Jón Þór, sem kemur úr Skotíþróttafélagi Kópavogs, varð annar aðeins einu og hálfi stigi frá Lanza. Guðmundur Helgi, frá Skotfélagi Reykjavíkur, varð þriðji með 182,4 stig.