Anna Soffía sigraði í Júdó
05.06.2015 17:04
Anna Soffía Víkingsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði -78kg flokk kvenna á Smáþjóðaleikunum. Anna sem er búinn að vera í miklu stuði í dag sigraði Charlotte Arendt frá Lúxemborg á þremur yuko gegn engu í úrslita viðureigninni.
Eftir stórskemmtilegar undanrásir er hlé á mótinu til kl 18:00 þegar úrslitin fara fram. Þeir Íslendingar sem komnir eru í úrslit eru Hermann Unnarsson og Sveinbjörn Jun Iura. Báðir unnu þeir sig örugglega inn í úrslit.
Janusz Komendera, sem keppir í -66kg flokki, og Ægir Valsson sem keppir í -90kg, fengu uppreisn og eru því komnir í baráttu um bronsverðlaun.
Aðrir íslenskir keppendur náðu sér ekki á strik. Á pappírunum verður úrslitaglíma Sveinbjörns sú erfiðasta þar sem hans mótherji er Srdjan Mrvaljevic frá Svartfjallalandi sem er í 31. sæti heimslistans. Þetta verða því spennandi úrslit.
Eftir stórskemmtilegar undanrásir er hlé á mótinu til kl 18:00 þegar úrslitin fara fram. Þeir Íslendingar sem komnir eru í úrslit eru Hermann Unnarsson og Sveinbjörn Jun Iura. Báðir unnu þeir sig örugglega inn í úrslit.
Janusz Komendera, sem keppir í -66kg flokki, og Ægir Valsson sem keppir í -90kg, fengu uppreisn og eru því komnir í baráttu um bronsverðlaun.
Aðrir íslenskir keppendur náðu sér ekki á strik. Á pappírunum verður úrslitaglíma Sveinbjörns sú erfiðasta þar sem hans mótherji er Srdjan Mrvaljevic frá Svartfjallalandi sem er í 31. sæti heimslistans. Þetta verða því spennandi úrslit.