Fjórði dagur Smáþjóðaleikanna 2015 er runninn upp

05.06.2015 08:34

Í dag verður keppt í níu íþróttagreinum á Smáþjóðaleikunum.

Skotíþróttakepni og golfkeppni hefjast kl. 9:00. og standa yfir til kl. 14:00 og 15:00.

Keppni í borðtennis hefst kl. 10:00 og keppt verður til kl. 19:30, með hléum.

Í dag verður einnig keppt í körfuknattleik. Luxemborg og Andora eiga leik í karlaflokki kl. 17:00 og Mónakó og Malta eiga leik í kvennaflokki kl.19.30.

Strandblakskeppni hefst kl. 12:00 og stendur til kl. 18:30. Íslensku konurnar eiga að keppa við þær frá Lúxemborg kl.17.30.

Júdókeppni hefst í dag kl. 14:00 og lýkur kl.20:00.

Hægt er að fylgjast með úrslitunum í sundi frá kl. 17:30

Keppni í blaki heldur áfram frá kl. 13:00 og stendur yfir til kl. 22:30. Fyrir þá sem komast ekki í Laugardalslaug verður sýnt frá úrslitunum hér

Í dag verða þrír úrslitaleikir og tveir undanúrslitaleikir í tennis.

kl.10.15 - Karla einliða undanúrslitaleikir
kl.12 - Karla tvíliða úrslitaleikur
kl.13.30 - Kvenna einliða úrslitaleikur
kl. 15.00 - Tvenndar úrslitaleikur

Laugardaginn, 6.júní
kl.10 - Karla einliða úrslitaleikur

Við óskum öllum keppendum góðs gengis í dag.

 

Til baka